Skip to main content Skip to footer

Kennarar við Skólahljómsveit Kópavogs:

Jón Halldór Finnsson

Jón Halldór Finnsson stundaði básúnunám við Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna þar sem hann lauk BM gráðu í einleik á básúnu árið 1990 frá Shenandoah College and Conservatory of Music í Virginíu og MM gráðu í einleik á básúnu árið 1991 frá Catholic University of America í Washington DC.  Auk þess hefur Jón Halldór stundað nám í básúnuleik hjá Dr. John Marcellus sem er kennari við Eastman School of Music í Rochester NY. 
 
Að loknu námi var hann ráðinn sem básúnukennari við Wright State University í Dayton Ohio þar sem hann var meðlimur í kennara brasskvintett háskólans. Hann kenndi einnig í gegnum samfélagstónlistardeild háskólans nemendum á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Jón Halldór var auk þess með einkastúdíó og kenndi einkatíma við menntaskóla á Dayton svæðinu. 
 
Jón Halldór hefur leikið reglulega með Sinfóníuhljómsveit Íslands í meira en tvo áratugi, ýmist sem lausráðinn eða 1. aukamaður, hljómsveit Íslensku óperunnar, í Þjóðleikhúsinu, Kammersveit Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands þar sem hann hefur komið fram sem einleikari og Sinfóníuhljómsveit Austurlands. Jón Halldór hefur einnig kennt við Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, kennt og stjórnað hljómsveitum við Tónlistarskóla Ólafsvíkur, Tónlistarskóla Eyjafjarðar, Tónlistarskólann á Akureyri og Barna- og unglingakór Akureyrarkirkju. Hann hefur frá hausti 2000 kennt auk Skólahljómsveitar Kópavogs við Tónlistarskóla Kópavogs og er virkur í tónlistarlífi á Íslandi.

Kennslugreinar:

Básúna, barítón, trompet og túba

Hafa samband

Netfang: jonhf@kopavogur.is