Skip to main content Skip to footer

Kennarar við Skólahljómsveit Kópavogs:

Berglind Stefánsdóttir

Berglind Stefánsdóttir steig sín fyrstu skref í tónlistarnámi við Tónlistarskóla Skagafjarðar. Þaðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem kennarar hennar voru Bernharður Wilkinson og Hallfríður Ólafsdóttir. Þaðan lauk hún blásarakennaraprófi vorið 2004 og starfar nú sem flautukennari við Skólahljómsveit Kópavogs og hefur einnig kennt við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands.
Berglind hefur sótt einkatíma og námskeið erlendis, m.a. hjá William Bennett, Dennis Bouriakov, Philipe Bernold, Julien Beaudiment, Toke Lund Christiansen og Cecilie Løken.
Berglind er virkur þátttakandi í íslensku tónlistarlífi og hefur t.d. leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hljómsveit Íslensku óperunnar, Blásaraoktettinum Hnúkaþey, Blásarasveit Reykjavíkur, komið fram á Listahátíð í Reykjavík, Myrkum-  og Norrænum músíkdögum, Reykholtshátíð og sumartónleikum á Gljúfrasteini, Hólum, Þingvallakirkju og í Skálholti. 

Kennslugreinar:

Flauta

Hafa samband

Netfang: berglindstefans@kopavogur.is