Skip to main content Skip to footer

Klarínett

Klarínettan er tréblásturshljóðfæri eins og flauta, saxófónn og fagott og jafnframt fjölhæfast tréblásturshljóðfæranna. Hægt er að spila mjög bjarta og mjög dökka tóna á klarínettuna, háa tóna og djúpa og svo er líka auðvelt að spila bæði veika tóna og sterka. Klarínettan er mest notuð í klassískri tónlist og á líka heima í jazz- og söngleikjatónlist. Lengra komnir nemendur fá líka tækifæri til að spila á bassaklarínettu.