Flauta
Flautan (þverflautan) flokkast sem tréblásturshljóðfæri þó hún sé almennt smíðuð úr málmi í dag. Flautan spilar hæstu tónana í hljómsveitinni og það þarf að hafa gott tóneyra til að geta gert háu tónana hreina og fallega. Flautan er mikið notuð í klassískri tónlist og virkar líka vel í dans- og þjóðlagatónlist. Lengra komnir nemendur fá líka tækifæri til að spila á pikkólóflautu.