Trompet
Trompet og kornett eru náskyld hljóðfæri og flokkast sem málmblásturshljóðfæri. Öll málmblásturshljóðfæri eru í grunninn búin til úr málmröri með munnstykki á einum enda til að blása í og bjöllustykki á hinum endanum sem breytir hljóðinu úr rörinu í fallegan tón.
Nemendur í Skólahljómsveit Kópavogs byrja að læra á kornett og skipta svo í trompet þegar þau hafa náð góðu valdi á hljóðfæraleiknum.
Það er líka auðvelt að skipta yfir á önnur málmblásturhljóðfæri eins og horn, barítón og túbu því fingrasetning og blásturstækni er mjög svipuð öll þessi hljóðfæri.