Tónleikar á Sundlaugarsíðdegi
01-02-2024 kl. 19:30 - Sundlaug Kópavogs
Í tilefni af vetrarhátíð í Kópavogi verður C sveit SK með stutta tónleika á Sundlaugarsíðdegi í Sundlaug Kópavogs fimmtudaginn 1. febrúar
Við mætum bara á æfingu eins og venjulega þennan dag en hættum eitthvað fyrr en venjulega. Förum síðan með rútu niður í Sundlaug og spilum þar frá kl. 19:30 - 20:00.
Við spilum innandyra, við innisundlaugina. Þar verður örugglega frekar heitt og rakt svo klæðnaður verður: litrík föt og léttur klæðnaður. Það má vera í sundbol ef einhver kýs það, en annars litríkar skyrtur/bolir og léttar buxur.
Spilum bara upp úr göngumöppunni. Munið að vera með lýrurnar ykkar með ykkur á æfinguna.