Skip to main content Skip to footer

SPWI Courses

Horn

Horn eru til í nokkrum gerðum og eru F og B hornin algengust.  Einnig eru mikið notuð svokölluð tvöföld horn sem sameinar F og B hornin í eitt hljóðfæri og er skipt á milli þeirra með sérstökum þumalventli. 
Hjá Skólahljómsveit Kópavogs er algengast að nemendur byrji á B horni en færi sig yfir á tvöfalt horn þegar lengra er komið í náminu.
Hornin eru mikið notuð í allskonar klassískri tónlist en minna í popp og jazztónlist.