Laufabrauð í Kópavogsskóla
30-11-2024 kl. 11:15 - Kópavogsskóli
Fyrsta verkefni A sveitar á aðventunni er að koma fram á laufabrauðsdegi í Kópavogsskóla, laugardaginn 30. nóvember.
Mæting er beint í Kópavogsskóla kl. 10:50 með hljóðfærið sitt og nóturnar.
Klæðnaður: Einhvers konar jólaleg föt, til dæmis skrautlegar jólapeysur ef börning eiga þannig eða snyrtileg föt í rauðum og grænum litum.
Látum hugmyndaflugið ráða för.
Slagverk, bassamagnarar og nótnastatíf verða á staðnum.
Jólasveinahúfur verða líka til staðar og börnin mega koma með sínar eigin húfur ef þau vilja.
Í beinu framhaldi af þessu verkefni förum við með rútu yfir í Snælandsskóla til að spila á jólaföndrinu þeirra.