Skip to main content Skip to footer

Upplýsingar um röskun á skólastarfi vegna veðurs

 
Við hjá SK fellum almennt ekki niður starfsemi okkar þó veður séu slæm.
Í þeim tilvikum að kennsla fellur niður vegna illviðris eða annarra viðburða sendum við tilkynningar um það í tölvupósti til nemenda og foreldra.

Við erum til staðar í Tónhæð fyrir þá nemendur sem koma til okkar, nánast hvernig sem viðrar.
 
Við setjum það hins vegar í vald foreldra að meta það hverju sinni hvort óhætt sé að senda börn til okkar, biðjum einungis um að við séum látin vita um forföllin í SpeedAdmin.
 
Við höfum þetta fyrirkomulag meðal annars vegna þess að við erum með nemendur á ýmsum aldri allt frá 9 til 19 ára, sem eiga mislangt að sækja í tíma og búa við mismunandi aðstæður til að komast til okkar.
 
Þegar tilkynningar koma frá Kópavogsbæ eða Samskiptamiðstöð almannavarna um að foreldrar haldi börnum sínum heima er eðlilegt að taka tillit til þess.
 
Upplýsingar um hvernig forsjáraðilar bregðast við veðurviðvörunum frá Veðurstofu Íslands eru að finna í eftirfarandi leiðbeiningum: