Reglur ferðasjóðs Skólahljómsveitar Kópavogs
-
-
- gr.
-
Markmið ferðsjóðs Skólahljómsveitar Kópavogs er að afla fjár til að greiða niður tónleika- og æfingaferðir hljómsveitarinnar þ.e. ferðir og uppihald.
2. gr.
Sjóðurinn er sameign allra hljóðfæraleikara í hljómsveitum Skólahljómsveitar Kópavogs á hverjum tíma. Sjóðurinn lýtur stjórn stjórnar Foreldrafélags Skólahljómsveitar Kópavogs og stjórnanda sveitarinnar.
3. gr.
Tekjur sjóðsins eru tvíþættar og er sjóðnum skipt upp í A og B – hluta í samræmi við það:
A – hluti: tekjur af tónleikahaldi, styrkir frá fyrirtækjum og stofnunum og aðrar tekjur,
B – hluti: söluhagnaður af ýmsum varningi og vinnulaun vegna ýmissa starfa á vegum Foreldrafélags Skólahljómsveitar Kópavogs.
4. gr.
Tekjum úr A-hluta sjóðsins er deilt á alla hljóðfæraleikara hljómsveitarinnar þegar farið er í tónleika- og æfingaferðir. Ákveður stjórn sjóðsins hve mikið er greitt niður af hverri ferð úr A – hluta sjóðsins. Heimilt er að greiða hljóðfæraleikurum misjafnar greiðslur eftir ástundun og mætingu. Reikningshald og uppgjör A – hluta sjóðsins er sameiginlegt með reikningshaldi og uppgjöri Foreldrafélags Skólahljómsveitar Kópavogs.
B-hluti, sölu- og vinnulaun hvers hljóðfæraleikara eru skráð á hann. Hefur hver hljóðfæraleikari rétt til að ráðstafa þeim sölu- og vinnulaunum sem skráð eru á hann til að greiða niður ferðir á vegum Skólahljómsveitar Kópavogs, í heild eða að hluta eftir hentugleika. Hljóðfæraleikurum er eingöngu heimilt að nýta sjóðinn til að greiða ferðakostnað í ferðalögum á vegum Skólahljómsveitar Kópavogs. Eigi hljóðfæraleikari inneign í sjóðnum þegar hann hættir í hljómsveitinni rennur inneign hans í A – hluta ferðasjóðsins. Eigi hljóðfæraleikari systkini í hljómsveitinni flyst inneign hans til systkinis eða systkina, eigi hljóðfæraleikari fleiri en eitt systkini í hljómsveitinni. Þegar farið er í æfinga- og tónleikaferðir erlendis og inneign hljóðfæraleikara er hærri en ferðakostnaður, að teknu tilliti til niðurgreiðslu úr A – hluta, eru eftirstöðvar inneignar greiddar hljóðfæraleikara sem farareyrir í ferðinni. Óheimilt er að öðru leyti að greiða hljóðfæraleikurum inneign þeirra úr sjóðnum.
5. gr.
Verði sjóðurinn lagður niður skal andvirði hans varið til að efla tónlistarnám barna í Kópavogi. Skal síðasta stjórn Foreldrafélags Skólahljómsveitar Kópavogs ákveða hvernig fénu verður best ráðstafað í því skyni.
Þannig samþykkt á aðalfundi Foreldrafélags Skólahljómsveitar Kópavogs, þann 30. október 2007.