Skip to main content Skip to footer
SpeedAdmin

Við erum að taka upp nýjan umsjónarhugbúnað hjá Skólahljómsveit Kópavogs sem heitir SpeedAdmin og leysir af hólmi gamla kerfið okkar, School Archive. Hugbúnaðurinn heldur utan um nemendaskrána okkar, ekki ósvipað og Mentor gerir fyrir grunnskólann.

Allir nemendur og foreldrar sem eru með skráð netfang hjá okkur hafa fengið sendan tengil á aðgangsorð inn í SpeedAdmin. Hægt er að opna SpeedAdmin á vefsíðu og einnig er til app sem hægt er að setja upp í síma. Þar birtist stundatafla nemenda og helstu upplýsingar um komandi viðburði. Appið er ennþá í vinnslu og við eigum von á að með tímanum komi fleiri valkostir þar inn sem verða til hagsbóta fyrir nemendur og foreldra.