Skip to main content Skip to footer

SPWI Courses Tree

Túba

Túban sér um að leggja góðan grunn að allri tónlist blásarasveita með fallegum. djúpum og hljómmiklum tónum. Túbur eru til í ýmsum gerðum en algengastar eru B og Es túbur.  Í Skólahljómsveit Kópavogs byrja nemendur yfirleitt á því að læra á Es túbu en við notum líka B túbur, sem eru oftast hljómmeiri. Einnig eigum við Súsafóna til að nota í skrúðgöngum. Okkar sousafónar eru yfirleitt úr plasti til að auðveldara sé að halda á þeim.