SPWI Courses Tree
Slagverk
Trommur af einhverju tagi finnast í sjálfsagt öllum menningarsamfélögum. Fjölbreytileiki hljóðfæranna er mjög mikill en hjá Skólahljómsveitinni er áherslan lögð á hefðbundið lúðrasveitarslagverk, auk kennslu á trommusett og mallet hljóðfæri. Sneriltromman er lítil tromma með gormabelti (snerli) við neðra skinnið, sem titrar með þegar leikið er á trommuna og framkallar þannig hin sérstaka hljóm hennar.
Bassatromman er stærsta tromman í hljómsveitinni. Á hana er leikið með sérstökum bassatrommukjuða.
Symbalar eru mikið notaðir í skólahljómsveitinni, ýmist eru þeir á statífi eða þeim er haldið með höndunum.
Congas og bongótrommur eru oft notaðar í suðuramerískri tónlist og nemendur SK læra að spila á þannig trommur líka.
Ýmiskonar handslagverk er líka notað eins og kúabjalla, tamborína, klaves, hristur og guiro.
Einnig er kennt á mallet hljóðfæri eins og klukkuspil og sílófón.
Pákur eru ómissandi hluti af hljómsveitarslagverki og mikilvægur þáttur í slagversknáminu
Trommusett samanstendur oftast af bassatrommu, sneriltrommu, tom-toms, hi-hat og symbölum. Settið er mest notað í jass og popptónlist.